Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) 22.01.1968-

<p>Magga Stína hefur lagt stund á tónlist frá unga aldri. Ung hóf hún fiðlunám hjá Helgu Óskarsdóttur við Barnamúsíkskólann, seinna Tónmenntaskóla Reykjavíkur ásamt því að syngja í kór hjá Magnúsi Péturssyni í Melaskólanum. Á unglingsárum tók við annarskonar hljómsveitarástundun sem einnig reyndist hið besta nám og sinnti hún því af miklu kappi, stofnaði með öðrum hljómsveitina Risaeðluna sem ferðaðist vítt og breitt um heiminn, tók upp tónlist sína til útgáfu og var iðin við tónleikahald. Eftir að Risaeðlan lagði upp laupana tóku við tímar með hinum og þessum sveitum eins og Funkstrasse og Jazzhljómsveit Konráðs Bé svo einhverjar séu nefndar, þar til hún hóf sinn eigin tónsmíðaferil ásamt því að túlka annarra lög og syngja inn á alls kyns plötur, fyrir unga sem aldna; hún hefur líka haldið uppi trylltum dansleikjum með polkahljómsveitinni Hr. Ingi. R. Samhliða hefur hún samið tónlist og hljóðmyndir við nokkur leikverk, m.a í Borgarleikhúsinu og með Nemendaleikhúsi LHÍ í samstarfi við Leikfélag Akureyrar.</p> <p align="right">Af vef Listaháskóla Íslands 2012.</p>

Staðir

Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarnemandi -
Listaháskóli Íslands Háskólanemi -2012
Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Risaeðlan Söngkona og Fiðluleikari 1985

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari , háskólanemi , nemandi , söngkona , tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.03.2016