Þórður Þórðarson Jónassen 23.04.1825-14.01.1884

<p>Prestur. Stúdent úr Reykjavíkurskóla 1847 með 2. einkunn. Fékk Lund 21. maí 1853, Möðruvelli 9. júlí 1856 og Reykholt 25. október 1872 og hékt til æviloka. Einn fjögurra 19. aldar manna sem fengu konungsleyfi til prestsskapar án þess að hafa lokið guðfræðiprófi. Þrátt fyrir það fór mikið orð af honum sem kennimanni og sagt er að mælsku hans og orðgnótt hafi verið viðbrugðið. Kirkjusókn var svo mikil að mikill fjöldi varð oft að standa úti. Fundu menn þó að drykkjumennsku hans.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 120-21.</p> <p align="right">Heimild: Prestatal og prófasta á Íslandi. Hannes Þorsteinsson og Björn Magnússon 1950, bls. 125.</p>

Staðir

Lundarkirkja Prestur 21.05. 1853-1856
Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur 09.07. 1856-1872
Reykholtskirkja-gamla Prestur 25.10. 1872-1884

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.01.2019