Sigurður Ingimundarson 1743-29.11.1820

Prestur fæddur um 1743. Stúdent frá Skálholtsskóla 1763 með góðum vitnisburði. Vígðist 10. júní 1767 aðstoðarprestur í Selvogsþing og fékk prestakallið 25. apríl 1778. Fékk Arnarbæli 30. maí 1788 og hélt til æviloka. Mikils metinn maður og vel látinn, ötull búmaður og efnaður, vel gefinn og skáldmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 227-8.

Staðir

Kotstrandarkirkja Aukaprestur 10.06.1767-1778
Kaldaðarneskirkja Prestur 25.04.1778-1788
Arnarbæliskirkja Prestur 30.05.1788-1820

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.05.2014