Martial Nardeau 05.08.1957-

Martial að læra á flutu níu ára gamall hjá Raymond Pauchet í Tónlistarskólanum í Boulogne S/Mer í Frakklandi. Fimm árum síðar útskrifaðist hann þaðan með hæstu einkunn. Á næstu árum menntaði hann sig áfram hjá Fernand Caratgé og Roger Bourdin og vann til margra verðlauna og viðurkenninga.

Á árunum 1979 til 1982 var Martial fastráðinn við Lamoureux-Sinfóníuhljómsveitina í París og flautukennari við tónlistarskólana í Limoges og Amiens, en kom jafnframt víða fram sem einleikari.

Árið 1982 settist Martial að á Íslandi og starfar sem flautuleikari við Íslensku Óperuna og sem kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla Kópavogs. Hann hefur einnig verið virkur einleikari og meðal annars spilað einleikskonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Martial hefur ferðast mikið sem tónlistarmaður og spilað í Rússlandi, Þýskalandi, Finnlandi, Hollandi og víða í Frakklandi. Á seinni árum hefur hann lagt stund á barokkflautuleik og notið leiðsagnar Pierre Séchet.

Martial er ekki við eina fjölina felldur í tónlistariðkun sinni. Hann spilar jazz og semur tónlist í frístundum sínum. Árið 1993 gaf Íslens tónverkamiðstöð út geisladisk þar sem Martial leikur íslenska flaututónlist, en mörg verk hafa verið samin sérstaklega fyrir hann á undanförnum árum.

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Flautukennari og flautuleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.11.2013