Helgi Pálsson 02.05.1899-07.05.1964

<p>Helgi fæddist á Norðfirði, sonur Páls Markússonar trésmiðs og Karítasar Bjarnadóttur.</p> <p>Eiginkona Helga var Sigríður Erlendsdóttir frá Sturlu-Reykjum sem lést 1950, en dóttir þeirra Gerður Helgadóttir myndhöggvari.</p> <p>Helgi lærði ungur á fiðlu, stundaði tónlistarnám í Reykjavík 1916-17, hjá Sigfúsi Einarssyni og Þórarni Guðmundssyni fiðluleikara. Löngu síðar lærði hann við Tónlistarskólann í Reykjavík, meðfram aðalstarfi, fyrst kontrapunkt og tónsmíði hjá dr. Franz Mixa, og síðan hjá dr. Victor Urbancic, sem kenndi honum einnig raddsetningu fyrir hljómsveit. Auk þess stundaði hann sjálfsnám í tónlist og náði vönduðum kontrapunktískum stíl.</p> <p>Helgi útskrifaðist úr Samvinnuskólanum 1922, lærði spönsku við skólann og var eitt ár á Spáni til að kynnast fiskverzlun, var skrifstofustjóri Kaupfélagsins á Norðfirði 1924-33, en flutti þá til Reykjavíkur og stundaði skrifstofustörf, lengst af hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.</p> <p>Helgi var sérstætt, hugmyndaríkt og ljóðrænt tónskáld. Mörg verka hans hafa verið flutt erlendis og hlotið góða umsögn. Hann samdi einkum verk fyrir fiðlu og strengjahljóðfæri og lagði sérstaka rækt við kammermúsík. Má þar nefna tvo strokkvartetta, svítur fyrir hljómsveit, „Sex íslenzk þjóðlög fyrir fiðlu og píanó, op. 6“ og „Stef með tilbrigðum fyrir fiðlu og píanó, op. 8“, Vikivaka fyrir fiðlu og píanó og hljómsveitarverkið Canzone og vals. Þá byggði hann oft verk sín á íslenzkum þjóðlögum, sem hann útsetti listilega. Hann samdi einnig einsöngslög og kórlög, s.s. „Íslandsminni“, sem samið var fyrir blandaðan kór og einsöng með hljómsveitarundirleik og einsöngslagið Vornótt.</p> <p>Helgi var einn af stofnendum Tónskáldafélags Íslands 1945 og Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar 1948. Hann var ljúfmenni í framkomu, hnyttinn í tilsvörum og skemmtilegur</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 2. maí 2015, bls. 43.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.05.2015