Jóhann Bjarnason 20.09.1793-19.01.1872

<p>Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1818. Vígðist 7. júní 1824 aðstoðarprestur að Helgafelli.&nbsp;Var vikið frá embætti fyrir að hafa gefið ólöglega saman Sigurð Breiðfjörð systurson sinn og Kristínu Illugadóttur og að fullu dæmdur frá embætti með miklum sektum með dómi hæstaréttar 26. nóvember 1841. Fékk aldrei uppreisn. Hann var hraustmenni, örlátur og gestrisinn, skörulegur og frábær skipstjórnandi, talinn drykkfelldur og mjög kvenhollur, söngmaður og hagmæltur en síðri ræðumaður en þótti rækja prestverk sín vel.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 20-21.</p>

Staðir

Helgafellskirkja Aukaprestur 07.ö6.1824-1837

Erindi


Aukaprestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 11.03.2019