Ari Guðmundsson 08.10.1632-25.07.1707

<p>Prestur. Stúdent frá Hólaskóla líklega 1657. Vígðist aðstoðarprestur á Mælifelli 1661 og fékk prestakallið ári síðar að fullu. Varð prófastur í Hegranesþingi árið 1680 og hélt til dauðadags. Honum voru falin mörg trúnaðar- og virðingarstörf, m.a umsjónarmaður Hólaskóla. Mikill maður vexti og hraustmenni, skáldmæltur þótt ekkert hafi varðveist af því nema þýðingar og Mælifellsannáll 1768-1702.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 15-16. </p>

Staðir

Mælifellskirkja Aukaprestur 1661-1662
Mælifellskirkja Prestur 1662-1707

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.01.2017