Elísabet Waage 12.06.1960-

Elísabet Waage stundaði nám í píanó- og hörpuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk píanókennaraprófi 1982. Þá hélt hún til framhaldsnáms í hörpuleik við Konunglega Tónlistarháskólann í Haag í Hollandi og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi 1987 undir leiðsögn hins þekkta hörpuleikara Edward Witsenburg.

Að loknu námi bjó og starfaði Elísabet í Hollandi, en var þó títt hér heima og hélt tónleika í báðum þessum löndum og einnig víða um Evrópu. Hún hefur meðal annars leikið með Kammersveit Reykjavíkur, Caput-hópnum og verið gestur Cikada kammersveitarinnar í Noregi og leikið í sinfóníuhljómsveitum, meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands og Noord-Nederlands Orkest í Hollandi. Þá hefur hún komið fram sem einleikari og leikið fyrir upptökur í útvarp, sjónvarp og geisladiska.

Elísabet Waage hefur verið hörpukennari við Tónlistarskóla Kópavogs síðan haustið 2002.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 14. ágúst 2007.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Caput Hörpuleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Hörpuleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014