Máni Sigurjónsson 28.04.1932-

<p>Máni er fæddur að Kirkjubæ í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Anna Svenisdóttir (1894-1990) og Sigurjón Jónsson (1881-1965) prestur þar. Að afloknu skyldunámi í barnaskóla (farskóla) fæðingarsveitar hans hóf hann nám haustið 1964 í Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk gagnfræðaprófi vorið 1949. Á þessum árum stundaði hann jafnframt píanónám hjá Margréti Eiríksdóttur við Tónlistarskóla Akureyar.</p> <p>Haustið 1949 innritaðist hann í píanónám í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Árna Kristjánssyni. Ári síðar hóf hann nám í orgelleik hjá Páli Ísólfssyni og lauk burtfararpróf í orgelleik vorið 1955 ásamt prófi í tilskyldum aukanámsgreinum, þ.e. hljómfræði og tónlistarsögu. Þá hóf hann nám í Kennaraskóla Íslands haustið 1951 og lauk almennu kennaraprófi vorið 1954.</p> <p>Haustið 1958 fór hann til Þýskalands til framhaldsnáms í orgelleik við „Die staatliche Hochschule für Musik“ í Hamborg. Þar var hann við nám til marsloka 1962, hjá Martin Gunther Förstemann.</p> <p>Veturinn 1955-1956 var hann skólastjóri Tónlistarskóla Karlakórsins Vísis á Siglufirði. Veturinn 1956-1957 var han píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þann vetur var hann einnig organisti kirkju Óháða söfnuðarins í Reykjavík. Þá kenndi hann orgelleik við Söngskóla þjóðkirkjunnar 1954-1957. Árið 1963 réðst hann til starfa hjá Ríkisútvarpinu og vann til til nóvemberloka 1999. Á þessum árum var hann oft aðstoðarorgelleikari við Dómkirkjuna í Reykjavík og orgelleikari Langholtskirkju.</p> <p>Sjá: Kennaratal á Íslandi 2. bindi bls. 7.</p>

Staðir

Dómkirkjan Organisti 1953-1967
Langholtskirkja Organisti 1963-1964
Kirkja Óháða safnaðarins Organisti 1956-1957

Skjöl


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014