Þorkell Guðnason 03.11.1754-26.10.1829

<p>Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla, eftir hlé vegna barneignar 1782. Vígðist aðstoðarprestur að Brjánslæk 5. október 1783 og gegndi því þar til hann varð aðstoðarprestur í Otradal 30. september 1784, fékk Flatey 15. apríl 1788 og Stað í Hrútafirði 10. desember 1808 og hélt til æviloka. Var góður blóðtökumaður og bókbindari. Með minnstu mönnum að vexti og ósjálegur en snar og stilltur vel.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 148-149. </p>

Staðir

Brjánslækjarkirkja Aukaprestur 05.10.1783-1783
Brjánslækjarkirkja Prestur 1783-1784
Otradalskirkja Aukaprestur 30.09.1784-1788
Flateyjarkirkja Prestur 15.04.1788-1808
Staðarkirkja í Hrútafirði Prestur 10.12.1808-1829

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 8.06.2015