Gísli Magnússon 12.09.1712-08.03.1779

Prestur og síðar biskup. Stúdent úr heimaskóla 1731 fór utan til Hafnar og lauk embættisprófi í guðfræði 9. júní 1734 . Varð rektor í Skálholti 1737-1746. Fékk Staðastað 3. júní 1746 og varð samtímis prófastur í Snæfellsnessýslu. Kvaddur til biskups á Hólum og vígður 5. maí 1755. Hélt hann þeim starfa til dauðadags.Honum fórst allt vel úr hendi, var vel gefinn, höfðingi og hraustmenni en hneigðist til drykkju á efri árum. Frá hans tíma er núverandi Hóladómkirkja.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 68-9.

Staðir

Staðastaður Prestur 03.06. 1746-1747
Hólar Biskup 29.03. 1755-1779

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.01.2015