Axel Hallkell Jóhannesson (Langi Seli) 31.01.1963-

Axel Hallkell stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1982-1986. Hann starfaði um tíma sem tónlistar- og myndlistarmaður með fjöllistahreyfingunni Oxsmá, en sú sveit átti einnig samstarf við leikhópinn Svart og sykurlaust um skeið.

Axel hefur starfað sem leikmynda- og búningahönnuður frá árinu 1992 hérlendis og erlendis, meðal annars hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Íslensku óperunni, Vesturporti, Göteborgs Stadsteater og Borås Stadsteater. Hann hefur gert leikmyndir í Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og Íslensku óperunni...

Af vef Þjóðleikhússins (2. sept. 2015)

Staðir

Myndlista- og handíðaskóla Íslands Nemandi 1982-1986

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Langi Seli og Skuggarnir Söngvari og Gítarleikari 1988

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.05.2016