Ásmundur Gíslason 21.08.1872-04.02.1947

<p>Prestur. Ásmundur fór í lærða skólann og varð stúdent 1892, með 1. einkunn, las síðan guðfræði og tók embættispróf 1894, með 1. einkunn. Árið eftir vígðist hann aðstoðarprestur séra Guðmundar Helgasonar á Bergsstöðum og fékk veitingu fyrir því prestakalli 1896. Árið 1904 tók hann við Hálsprestakalli í Fnjóskadal og gegndi því æ síðan, uns hann lét af prestsskap og fékk lausn 1. júní 1936. – Nokkru áður hafði hann verið sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Hann var þrófastur Suður-Þingeyinga fram undir aldarfjórðung (1913-1936). Séra Ásmundur var lengi í hreppsnefnd og sýslunefnd og annaðist bréfhirðingu og símaafgreiðslu og fleiri störf fyrir sveit sína og skrifstofustörf nokkur á seinni árum ...</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 11. febrúar 1947, bls. 2.</p>

Staðir

Bergsstaðir Prestur 01.09.1895-1904
Háls Prestur 07.07.1904-1936

Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.09.2017