Helgi Jónasson 29.07.1865-

Helgi Jónasson var fæddur í Reykjavík, sonur Jónasar Helgasonar og því bróðursonur Helga Helgasonar [stofnanda og stjórnanda Lúðurþeytarafélagsins]. Hann gerðist snikkari í Reykjavík, en fór árið 1886 til Winnepeg. Þar mun hann hafa lagt fyrir sig margvísleg viðskipti og efnast vel. Kvæntist hann þarlendri konu og átti einhver börn, en um hagi hans ytra höfum við ekki getað grafið margt upp. Hann kom síðast til Íslands er faðir hans andaðist árið 1903.

Skært lúðrar hljóma: Sag íslenskra lýðrasveita (1984), bls. 35

Skært lúðrar hljóma segir Helga fæddan 29. júlí og er dánardægurs ekki getið. Íslendingabók.is skráir Helga hins vegar fæddan 25. júlí og dáinn 23. nóvember 1940. Ekki er hér tekin ákvörðun um hvor fæðingardagurinn kunni að vera réttur. Íslendingabók.is segir um Helga: „Fór til Vesturheims 1886 sennilega frá Reykjavík. Bóndi og smiður í Manitoba.“

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur Hljóðfæraleikari 1876-03-26

Bóndi, trésmiður og tónlistarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.10.2015