Björn Jónsson -

Björn nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og lauk síðan námi frá tónlistarháskólunum Trinity College of Music og Guildhall School of Music and Drama í London. Að útskrift lokinni sótti Björn einkatíma hjá Franco Corelli og Katiu Ricciarelli á Ítalíu. Björn kom fyrst opinberlega fram í hlutverki Normannos í óperunni Lucia di Lammermoor 25 ára gamall og hefur síðar sungið við Íslensku óperuna, óperuna í Malmö og við sumaróperurnar í Desenzano á Ítalíu og Zwingenberg í Þýskalandi. Jafnframt óperusöng hefur Björn komið fram sem einsöngvari í kirkjulegum verkum meðal annars með Kór Langholtskirkju og Bach-kórnum í Osló. Hann hefur einnig sungið á hefðbundum tónleikum víða, meðal annars Palau de Musica í Barcelóna.

Björn býr í Reykjavík og í Wiesbaden í Þýskalandi og leggur stund á rannsóknir á rekstri og stjórnun óperuhúsa og hefur birt greinar í íslensk dagblöð og tímarit um um viðskipti og efnahagsmál.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 29. júlí 2007.


Söngvari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.10.2013