Hjalti Jónsson 1766-15.02.1827

Prestur. Stúdent 1786. Vígðist aðstoðarmaður föður síns á Stað í Steingrímsfirði 6. júlí 1794, að fullu 30. mars er faðir hans lét af störfum. Prófastur frá 1795 til æviloka en fyrstu fjögur árin sem aðstoðarmaður föður síns. Hélt báðum embættum til dauðadags. Hann var merkismaður og valmenni. Kennimaður ágætur og talaði jafnan blaðalaust.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 359-60.

Staðir

Staðarkirkja í Staðardal, Steingrímsfirði Aukaprestur 06.07.1794-1798
Staðarkirkja í Staðardal, Steingrímsfirði Prestur 30.03.1798-1827

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.02.2016