Rósa Hrund Guðmundsdóttir 03.02.1954-

<p><strong>Foreldrar:</strong> Guðmundur Magnússon, kennari, fyrrverandi fræðslustjóri Austurlands, búsettur í Kópavogi, f. 9. jan. 1926 á Reyðar­firði, og kona hans Anna Arnbjörg Frímanns­dóttir, fyrrverandi skrifstofumaður, f. 15. jan. 1930 á Skriðuklaustri. Fljótsdalshreppi, Norður-Múlasýslu.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Gekk í Laugalækjar-, Breiða­gerðis- og Réttarholtsskóla í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974; stundaði nám við Barna­músíkskólann í Reykjavík 1963-1966, Tón­listarskólann í Reykjavík 1967-1975 og lauk lokaprófi frá Richard Strauss Konserva­torium í Múnchen, Þýskalandi 1980.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Hefur verið fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1980 og í hljómsveit Íslensku óperunnar frá 1981; fiðlu- og tón­menntakennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur 1980-1985; hefur verið félagi í Júlíkvanettinum frá stofnun hans 1993; hefur einnig leik­ið með ýmsum kammersveitum frá 1980, svo sem Nýju strengjasveit­inni 1981-1984, Kammersveit Langholtskirku, Kammersveit Reykja­víkur og Kammersveit Hallgrímskirkju; var ritari í Hvassaleitisskóla í Reykjavík 1974-1975 og jógakennari frá 1999, sjálfstætt og í forföll­um. Hefur leikið á hljómdiskum með sí sl. 20 ár og auk þess á mörgum fleiri diskum, bæði klassíska tónlist og dægunónlist. Var formaður Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveit Íslands 1984-1986 og 1993-1995; situr í stjórn Samtaka um tónlistarhús; hefur setið í samninganefnd hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands; var kosin í stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar til fjögurra ára í júní 1998; sagði sig úr stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar í okt. 1999.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 233. Sögusteinn 2000.</p>

Staðir

Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kammersveit Reykjavíkur
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1980

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.06.2016