Guðmundur Guðmundsson (G. prestlausi) 1751-03.07.1828

Prestur. Stúdent 1776. Byrjaði nám í læknisfræði en fékk aðstoðarprestsstöðu í Miðdal 20. september 1778 og var þar til 1781 er hann fékk Reykjadal. Hann missti prestskap vegna barneignar, ári seinna,  sem ekki þótti við hæfi og tapaði embættinu endanlega. Flæktist um eftir það. Hann var fjörmaður en flasfenginn, fríður sýnum og mikill vexti, kvenhollur mjög, vel að sér um margt, smiður góður og skáldmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 146-7.

Staðir

Miðdalskirkja Aukaprestur 20.09.1778-1781
Reykjadalskirkja Prestur 09.03.1781-1782

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 31.03.2014