Páll Ragnar Pálsson 25.07.1977-

Á unglingsárunum spilaði Páll Ragnar á gítar í hljómsveitinni Maus. Þegar Maus hætti fann hann tónlistinni farveg í gegnum raftónlistarnám sem síðan leiddi í klassískt tónsmíðanám. Eftir að Páll útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2007 hélt hann áfram í MA námi við Eistnesku tónlistarakademíuna undir leiðsögn Helenu Tulve og er nú í doktorsnámi. Í Eistlandi fær hann innblástur frá þessari sérstöku blöndu af rússnesk-þýsku arfleifð, alvörugefnu viðhorfi til tónsmíða, hröðum breytingum í umhverfinu sem færist nær Evrópu nútímans og ósnertri náttúrunni. Ásamt því að skrifa BA ritgerð sína við Listaháskóla Íslands um Tintinabuli stíl Pärts hefur Páll einnig setið kúrs í námi sínu í Eistlandi þar sem menningarlegur bakgrunnur tónlistar Pärts var rannsakaður. Einnig hefur Páll fengið einkatíma í tónsmíðum hjá Pärt.

Vefur Kirkjulistahátíðar 2013.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Maus Gítarleikari 1993

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.06.2016