Atli Ingólfsson 21.08.1962-

Atli Ingólfsson lauk tónsmíðaprófi og burtfararprófi í gítarleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og BA prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands. Hann nam síðan tónsmíðar við Konservatoríið í Mílanó og í einkatímum hjá Gérard Grisey í París og starfaði jafnframt sem aðstoðarmaður hans við gerð nokkurra verka. Atli hefur samið fjölda tónverka af ýmsu tagi og hafa þau verið flutt víða um Evrópu. Í samvinnu við Cinnober Teater í Gautaborg hefur hann sett á svið tvö tónleikrit og horfur eru á að það samstarf haldi áfram. Áhrifa leikhússins gætir í fleiri verkum Atla.


Tengt efni á öðrum vefjum

Tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 1.11.2013