Jón Bergsson 1589-1664

Fæddur um 1589. Fékk Kross í Landeyjum 1610 en 1632-33 varð hann uppvís að hórdómsbroti og varð að hætta prestskap. Hann fékk biskupsbréf til þess að vera aðstoðarprestur Jóns Sigurðssonar séra á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hann skyldi og þjóna þriðjungi Stórólfshvolsþinga. Hann þjónaði Breiðabólstað eftir lát sr. Jóns til 1641, þjónaði það á rog líklega framvegis Stórólfshvolskirkju en Skúmsstaðasókn gegndi hann a.m.k. 1647-8. Talið er að hann hafi fengið Fljótshlíðarþing 1649 og héldi því til æviloka, 1664.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 62.

Staðir

Krosskirkja Prestur 24.05.1610-1633
Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Aukaprestur 04.06.1636-1641
Eyvindarmúlakirkja Prestur 1649-1664

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.01.2014