Valdís Gregory (Valdís Guðrún Gregory) 23.06.1985-

<p>Valdís hóf ung tónlistarnám í Kórskóla Langholtskirkju. Frá sex ára aldri lærði hún á fiðlu, síðar selló og um skeið stundaði hún píanónám. Í desember 2010 lauk hún bachelor-gráðu með láði frá Hartt School, University of Hartford þar sem kennari hennar var Michele McBride. Hún hefur sótt einsöngstíma hjá Signýju Sæmundsdóttur, Ingveldi Ýri Jónsdóttur, Auði Gunnarsdóttur, Patricia Misslin og Þóru Einarsdóttur.</p> <p>Sumarið 2010 stundaði Valdís nám við Bel Canto Institute í Flórens á Ítalíu þar sem hún hlaut verðlaun sem veitt eru þeim nemendum sem sýna sérstaka hæfni í að nýta sér stíl og hefðir bel canto söngstílsins og hafa tilfinningu fyrir notkun ítalska tungumálsins.</p> <p>Helstu óperuhlutverk Valdísar eru Næturdrottningin í Töfraflautunni, Mrs. Jenks í The Tender Land, Númer 2 og minni hlutverk í L’Enfant et les Sortilèges og Brahmin í Lakmé. Valdís hefur haldið einsöngstónleika í Selinu, Stokkalæk og komið fram sem einsöngvari með Hartt Choir og Sinfóníuhljómsveit Íslands.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 26. júlí 2011.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarkennari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.10.2013