Björn Friðriksson 06.05.1878-03.11.1946

<p>Björn fæddist að Þorgrímsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Friðrik Gunnarsson, hreppstjóri frá Mýrum í Miðfirði, og k.h. Sigurlaug Gunnlaugsdóttir frá Óspaksstöðum í Hrútafirði. Björn var eitt af sex börnum þeirra hjóna er upp komust. Þrjár systur hans, Ingibjörg, Sigríður og Þuríður, kveða einnig á silfurplötum Kvæðamannafélagsins Iðunnar.</p> <p>Björn ólst upp hjá foreldrum sínum og vann hjá þeim þar til hann var 22 ára gamall. En þá um aldamótin fór hann í lausamennsku, vann við landbúnaðarstörf en fór einnig í útróðra frá Vestfjörðum og Suðurnesjum.</p> <p>Árið 1903 kvæntist Björn Ingigerði Árdísi Björnsdóttur, f. 4. febrúar 1876, d. 17. janúar 1956, frá Vatnsenda í Vesturhópi. Foreldrar hennar voru Björn Jóhannesson og k.h. Rósa Magnúsdóttir. Björn og Ingigerður eignuðust fjögur börn er upp komust. Þau byggðu sér nýbýli í landi Þorgrímsstaða og nefndu Engibrekku. Þar bjuggu þau í sjö ár og í Húnavatnssýslu í alls 20 ár en fluttu þá til Reykjavíkur. Þar vann Björn hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur og síðar hjá Hafnargerð Reykjavíkur.</p> <p>Björn var einn af sterkustu frumkvöðlum þess, að Kvæðamannafélagið Iðunn var stofnað árið 1929. Tilgangur þess var að stofna með sér félagsskap til að varðveita og vernda þá list „sem íslenskar rímnastemmur og stökur eru grundvallaðar á“. Björn var ritari í fyrstu stjórn Iðunnar og formaður frá 1943 til 1946 og sat í stjórn félagsins alla sína tíð.</p> <p>Í minningargrein um hann í Morgunblaðinu segir: „Í Kvæðamannafélaginu átti Björn margar ánægjustundir, sem engan skyldi undra um hann, sem var allt í senn, góður kvæðamaður, ágætur hagyrðingur, fullur áhuga fyrir söfnun og varðveislu þjóðlegra verðmæta.“</p> <p>Björn Friðriksson lést á heimili sínu, á Bjarkargötu 12, 3. nóvember 1946.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 6. maí 2014, bls. 27.</p> <p>Á Silfurplötum Iðunnar sem út komu á bók hjá Smekkleysu 2004 með 4 geisladiskum má&nbsp;heyra Björn kveða alls 34&nbsp;stemmur.</p>

Erindi

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

33 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
1935-1936 SÁM 87/1310 EF Jurtir þíðar fara á fót; Sólin þaggar þokugrát; Sólin háa himnum á; Mörg ein fríða fjólan grær; Svef Björn Friðriksson 31096
1935-1936 SÁM 87/1310 EF Ef á borðið öll mín spil Björn Friðriksson 31097
1935-1936 SÁM 87/1310 EF Flaskan þjála léttir lund Björn Friðriksson 31098
1935-1936 SÁM 87/1313 EF Breiðfirðingavísur: Gyllir sjóinn sunna rík Björn Friðriksson 31166
1935-1936 SÁM 87/1313 EF Oft ég náðar svefni svaf; Ævin þrýtur einskis nýt; Lífs við bundinn lymskuhring; Að bera stranga byr Björn Friðriksson 31167
1935-1936 SÁM 87/1313 EF Hjálmarskviða: Þögnin rýrist róms um veg Björn Friðriksson 31168
1935-1936 SÁM 87/1313 EF Ríma af Kjartani Ólafssyni: Funa síkis fágaður Björn Friðriksson 31169
1935-1936 SÁM 87/1314 EF Úr ljóðabréfi 1910: Hér ég sóa hýr á svip Björn Friðriksson 31174
1935-1936 SÁM 87/1314 EF Eldur sannar gildi gulls; Væri bjart þótt blési kalt; Glópskan ristir glöpin þungt; Ég hef gengið gr Björn Friðriksson 31175
1935-1936 SÁM 87/1314 EF Dalsins þrönga dimmir skaut; Foldarvanga fæ ég séð; Aldrei náinn vekur vor; Hafs frá hveli heim um f Björn Friðriksson 31176
1935-1936 SÁM 87/1314 EF Ergir lundu erfiðið; Vakan þreytir hugarhægð; Bölið næðir hýran hug; Lífs í krapa köldum sjó Björn Friðriksson 31177
1935-1936 SÁM 87/1314 EF Umtalsmálin eru hvurt; Ó, þú þunga umbreyting; Forlög koma ofan að; Þótt slípist hestur og slitni gj Björn Friðriksson 31182
1935-1936 SÁM 87/1314 EF Í veðri geystu riðar reyr; Vel þér hæfir væna mey; Yfir harma sollinn sjá; Oft hjá sprundum uni ég m Björn Friðriksson 31183
1935-1936 SÁM 87/1314 EF Rímur af Hálfdani konungi gamla og sonum hans: Lömuðum óðar lykli fyrr Björn Friðriksson 31184
1935-1936 SÁM 87/1314 EF Rímur af Víglundi og Ketilríði: Hvað má bjóða bestum fljóðaskara Björn Friðriksson 31185
1935-1936 SÁM 87/1314 EF Stuðlaskrá úr hugarheim; Friðar grand ef finnum í; Mátt að vanda mestan finn; Dofnar minni dvína þrá Björn Friðriksson 31186
1935-1936 SÁM 87/1314 EF Brýni karlinn bragsköfnung; Reyndu að bjóða rekkum þekk; Máls í hreðum magnar sköll; Boðnar fullið b Björn Friðriksson 31187
1935-1936 SÁM 87/1314 EF Ýmsa hvekkir útsýn breytt; Margur kátur maður trað; Brim þó stækki bili fley; Orku taki treysti geð; Björn Friðriksson 31188
1935-1936 SÁM 87/1314 EF Þó til skaða löðri lá; Fyrr mér sóttist leiðin létt; Sliti veldur viðspyrnið; Mest þá ægir meinadrif Björn Friðriksson 31189
1935-1936 SÁM 87/1315 EF Í seinustu snjóum: Hretin ganga hlákan frýs Björn Friðriksson 31210
1935-1936 SÁM 87/1315 EF Í seinustu snjóum: Klárnum létta, er lagt af mjöll Björn Friðriksson 31211
1935-1936 SÁM 87/1315 EF 31. desember: Kveð ég þig hin sæla sól Björn Friðriksson 31212
1935-1936 SÁM 87/1315 EF Leggi menn á munaðshaf; Drjúgum lama drengja þrótt; Víða er andbyr vegur háll; Senn fer klaki, síst Björn Friðriksson 31213
1935-1936 SÁM 87/1316 EF Frelsi sálgar löggjöf lúð; Liggur ber í bóli þá; Yndi sóar eyddur þrá; Tíðum hló að veiðivað Björn Friðriksson 31232
1935-1936 SÁM 87/1316 EF Ágirnd stingur auraþjón; Dreypir bara víni á vör; Þó ei sýnist gatan greið; Veit ég beinn minn vegur Björn Friðriksson 31233
1935-1936 SÁM 87/1317 EF Vertíðarlok 25. nóv. 1934: Áður var ég ítum hjá Björn Friðriksson 31246
1935-1936 SÁM 87/1317 EF Góan og lóan: Góu hrósa góðri má Björn Friðriksson 31247
1935-1936 SÁM 87/1317 EF Á mér hrína urðar spár; Efnis ringan óðinn þyl; Rofinn skjótt er rökkurmúr; Hugans óðarfylgsnum frá Björn Friðriksson 31248
1935-1936 SÁM 87/1317 EF Tálvon: Það mótlæti þankinn ber Björn Friðriksson 31249
1935-1936 SÁM 87/1317 EF Rímur af Bernótus Borneyjarkappa: Þulins skeið um þagnar bý Björn Friðriksson 31250
1935-1936 SÁM 87/1317 EF Þótt að lág við lúakjör; Við einstakan geislaglans; Ljóss mót vegi hugur hlær; Bjartra nátta fanginn Björn Friðriksson 31251
1935-1936 SÁM 87/1317 EF Rímur af Ingólfi Arnasyni: Gömlum eftir greppa sið Björn Friðriksson 31252
1935-1936 SÁM 87/1317 EF Um Finn Jónsson rauða: Ennþá man ég aldinn garp Björn Friðriksson 31253

Tengt efni á öðrum vefjum

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 23.05.2019