Björn Egilsson 07.08.1905-02.03.1999

Björn ólst upp á Sveinsstöðum og var bóndi þar 1935-1945 og aftur 1949-1972. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti Lýtingsstaðahrepps 1956-1968 og sýslunefndarmaður sama hrepps 1971-1978. Hann var kjörinn heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga 1985 og heiðursborgari Lýtingsstaðahrepps. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 11. mars 1999, bls. 51.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

10 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
16.9.1993 SÁM 93/3832 EF Um hagyrðinga og yrkisefni. Vísa eftir Hálfdán á Giljum: "Gull (...) eikin greini ég rétt". Sagt frá Björn Egilsson 43336
16.9.1993 SÁM 93/3832 EF Sagt frá Lýtingsstaðahreppi. Björn Egilsson 43337
16.9.1993 SÁM 93/3832 EF Ábæjarskotta. Saga af uppruna hennar, hún fylgdi ákveðinni fjölskyldu. Írafellsmóri kom úr Goðdölum Björn Egilsson 43338
16.9.1993 SÁM 93/3832 EF Stuttlega um huldufólk og álagabletti í Lýtingsstaðahreppi. Björn Egilsson 43339
16.9.1993 SÁM 93/3832 EF Um Ábæjarskottu, hún hefur orðið þrem að bana. Björn Egilsson 43340
16.9.1993 SÁM 93/3832 EF Spjall um elliglöp. Björn Egilsson 43341
16.9.1993 SÁM 93/3832 EF Um Héraðsvötn. Björn Egilsson 43342
16.9.1993 SÁM 93/3832 EF Um hestavísur og um hagyrðinginn Jón Pétursson í Eyhildarholti. Björn Egilsson 43343
16.9.1993 SÁM 93/3832 EF Slys sem kennt var Ábæjarskottu; drengur féll gegnum nýlagðan ís og drukknaði. Björn Egilsson 43344
16.9.1993 SÁM 93/3832 EF Björn rekur æviatriði. Björn Egilsson 43345

Tengt efni á öðrum vefjum

Ekki skráð

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014