Edda Austmann Harðardóttir 08.02.1979-

<p>Edda Austmann, sópran, lauk B.Mus.-gráðu frá Royal Academy of Music í London og M.Mus. gráðu frá óperuháskóla Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow. Þar hlaut hún Alþjóðastyrk RSAMD, Thomas Sivewright Catto verðlaunin, Sandy Orr verðlaunin og Jennifer Vyvyan verðlaunin. Edda reyndi frumraun sína í óperunni í Zürich sem Papagena (Die Zauberflöte) og var þar einnig staðgengill fyrir hlutverk Despinu (Cosi fan tutte) og Serpettu (La finta giardiniera).</p> <p>Á Spáni söng hún hlutverk Elisabettu (Roberto Devereux) en á Bretlandi hefur Edda farið með hlutverk Nannettu (Falstaff), Poppeu (L‘incoronazione di Poppea), Frasquitu (Carmen), Damon (Acis and Galathea) og Barbarinu (Brúðkaup Fígarós). Edda hefur komið fram með Konunglegu skosku sinfóníuhljómsveitinni og með Zürich kammerhljóm-sveitinni. Meðal óratoríuverkefni hennar eru Exultate Jubilate, Sálumessa eftir Mozart og Messías eftir Händel.</p> <p align="right">Af vef Íslensku óperunnar (9. mars 2016)</p>

Staðir

Konunglegi tónlistarháskólinn í London Háskólanemi -
Konunglegi tónlistarháskólinn í Skotlandi Háskólanemi -
Háskóli Íslands Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi og söngkona
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.03.2016