Andrés Valberg (Jón Andrés Sveinn Valberg) 15.10.1919-01.11.2002

<p>Andrés fæddist á Syðri-Mælifellsá í Skagafirði, ólst þar upp fyrstu þrjú árin og kenndi sig við þann bæ. Hann fiutti með fjólskyldu sinni að Kálfárdal í Gönguskörðum þar sem fjölskyldan átti heima til 1931 er hún fiutti á Sauðárkrók.</p> <p>Andrés gekk í barna- og unglingaskóla á Sauðárkróki. Þá var hann virkur í skátafélaginu Andvara og stundaði ýmsar íþróttir.</p> <p>Andrés var m.a. verkamaður, loðdýrabóndi og sjómaður á Sauðárkróki. Þá tók hann meirapróf bifreiðarstjóra. Hann flutti til Reykjavikur 1946 þar sem hann var leigubílstjóri um skeið. Lengst af vann hann þó við járn- og trésmíðar á eigin verkstæði og starfrækti hann eigin heildsölu um árabil.</p> <p>Andrés var einn kunnasti hagyrðingur þjóðarinnar og með hraðkvæðustu mönnum. Hann var félagi og heiðursfélagi í kvæðafélaginu Iðunni og gaf út nokkrar ljóðabækur og átti auk þess handrit í fleiri verk.</p> <p>Andrés var mikill safnari. Mest að vöxtum voru forngripa- og fornbókasafn hans og náttúrugripasafn. Valbergssafnið, fornminjadeild gaf hann til Byggðasafnsins á Sauðárkróki, hluta náttúrugripasafnsins gaf hann að Varmahlíð en meginhluta náttúrugripasafnsins gaf hann að Byggðasafninu að Skógum, ásamt fágætum biblíum og öðrum fornbókum. Þess má til gamans geta að á safninu á Sauðárkróki er valnastakkur Andrésar sem hann föndraði við að setja saman úr sauðavölum eftir að hafa hlustað á Hellismannasögu sem barn. Hin síðari ár vann Andrés langan vinnudag og sat við skriftir á kvöldin auk þess sem hann dundaði við náttúrugripi sína.</p> <p align="right">Úr Andlátsfregn. Dagblaðið Vísir - DV. 12. nóvember 2002, bls. 20</p>

Erindi

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

31 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
SÁM 87/1373 EF Til Gísla Ólafssonar 80 ára: Þennan litla þakkarbrag Andrés Valberg 32303
SÁM 87/1373 EF Brot úr Ævirímu: Ægir strauk um kalda kinn Andrés Valberg 32304
SÁM 87/1373 EF Yrki ég til ævikvelds Andrés Valberg 32305
SÁM 88/1378 EF Við hér enda verðum grín; Pálmi feykir sorg úr sál Andrés Valberg 32408
SÁM 88/1378 EF Fjöllin glitra fönnin hlær Andrés Valberg 32409
SÁM 86/985 EF Pálmi feykir sorg úr sál Andrés Valberg 35452
SÁM 86/985 EF Fjöllin glitra fönnin hlær Andrés Valberg 35453
1947 SÁM 87/1047 EF Skært og fagurt skín hér sól Andrés Valberg 36019
1947 SÁM 87/1047 EF Bregst ei þjóð á Brúarvöllum Andrés Valberg 36020
1947 SÁM 87/1047 EF Far vel Hólar fyrr og síð Andrés Valberg 36021
1947 SÁM 87/1047 EF Vítt til veggja og heiðið hátt Andrés Valberg 36022
1947 SÁM 87/1047 EF Sveini og drós ég söngva býð; Hafs frá hveli heim um völl Andrés Valberg 36023
20.04.1964 SÁM 87/1068 EF Kálfárdalur: Fjöllin glitra glæsileg Andrés Valberg 36261
20.04.1964 SÁM 87/1068 EF Um Bólu-Hjálmar: Í beitarhúsum Brekku frá Andrés Valberg 36262
20.04.1964 SÁM 87/1068 EF Tvær sjóferðavísur úr Skagafirði: Áfram knýr hann öldudýr; Sóttir fast á sílabing Andrés Valberg 36263
20.04.1964 SÁM 87/1068 EF Gist í Fornahvammi: Í hvammi forna kom ég við Andrés Valberg 36264
20.04.1964 SÁM 87/1068 EF Sveini og drós ég söngva býð Andrés Valberg 36265
20.04.1964 SÁM 87/1068 EF Man ég fyrrum þyt á þökum; Kaffi blanda kátir drengir; Skála og syngja Skagfirðingar Andrés Valberg 36266
20.04.1964 SÁM 87/1068 EF Frelsisstundir fáar á Andrés Valberg 36267
20.04.1964 SÁM 87/1068 EF Hart mig beygir heimurinn Andrés Valberg 36268
20.04.1964 SÁM 87/1068 EF Við hér enda verðum grín Andrés Valberg 36269
09.03.1968 SÁM 87/1075 EF Í minningu Gísla Ólafssonar: Þó um skóflu héldi hönd Andrés Valberg 36339
09.03.1968 SÁM 87/1075 EF Faxavísur: Foldarvanga fagran gang Andrés Valberg 36340
09.03.1968 SÁM 87/1075 EF Margur hreykinn girnist glaum; Fyrr á öldum íslensk þjóð; Brimsins faldur ber við loft; Ef í skyndi Andrés Valberg 36341
03.10.1968 SÁM 87/1076 EF Bíllinn spólar blautt um land; Pípu angar blíður byr; Enn til sveina brennur bál; Lítil rotta langt Andrés Valberg 36361
03.10.1968 SÁM 87/1076 EF Óska ég þér alls hins besta; Óðum færist ellin nær; Stuðla fylling römm er rist; Þó að þéttbýlt sé í Andrés Valberg 36362
03.10.1968 SÁM 87/1076 EF Lifað hefur stakan sterk (sléttubönd) Andrés Valberg 36363
03.10.1968 SÁM 87/1076 EF Í misvindi yfir strindi (í vísunni eru 30 i) Andrés Valberg 36364
03.10.1968 SÁM 87/1076 EF Tottar Lotta túttuskott (í vísunni eru 36 t) Andrés Valberg 36365
03.10.1968 SÁM 87/1076 EF Nunnan manninn ginnir grannan (í vísunni eru 52 n) Andrés Valberg 36366
03.10.1968 SÁM 87/1076 EF Að okkur steðjar ærinn vandi; Vildi ég ykkar gleðja geð Andrés Valberg 36367

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.03.2018