Helgi E. Kristjánsson (Helgi Eiríkur Kristjánsson) 12.08.1946-08.03.2016

Helgi er fæddur og uppalinn í Reykjavik. Hann hefur komið víða við á hljómlistarferli sínum. M.a. hefur hann leikið með ýmsum dans-, djass- og popphljómsveitum, verið tónlistarstjóri hjá Leikfélagi Selfoss og stundað tónlistarkennslu. Hann var skólastjóri Tónlistarskóla Ólafsvíkur 1990-94. Einnig hefur hann stjórnað og annast undirleik hjá kórum og smærri sönghópum, s.s. Samkór Selfoss, Kirkjukór Ólafsvíkur og sönghópnum Rjúkanda, sem skipaður er hressum og skemmtilegum sjómönnum úr Olafsvík. Auk þessa hefur hann unnið í hljóðverum sem upptökumaður, útsetjari og hljóðfæraleikari og annast gerð útvarpsauglýsinga og leikhljóða, svo eitthvað sé nefnt. Hann starfrækir eigið hljóðver á Selfossi en þaðan hafa ýmsar afurðir borist landsmönnum til eyrna. Árið 1994 gaf hann út geisladisk með Sönghópnum Rjúkanda sem var að öllu leyti unninn af honum sjálfum.

Helgi hefur mestmegnis starfað sem einherji í tónlist undanfarin tvö ár og leikið í einkasamkvæmum við góðan orðstír. Um þessar mundir leikur hann fyrir gesti Betri stofunnar á Hótel Selfossi.

í gegnum árin hefur Helgi unnið við ýmis iðnaðarstörf samhliða tón- listinni og starfar nú sem rörskeri hjá Set hf. á Selfossi...

Úr afmælisgrein um Helga fimmtugan. Dagblaðið Vísir - DV. 12. ágúst 1996, bls. 42.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónlistarskóli Snæfellsbæjar Skólastjóri 1990-1994

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kaktus Bassaleikari
Sextett Ólafs Gauk Bassaleikari 1965

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari, skólastjóri, tónlistarmaður, tónlistarnemandi, upptökustjóri og útsetjari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.10.2017