Ingimundur Ásmundsson 1741-12.1780

Prestur. Tekinn í Skálholtsskóla 1761 en snemma vetrar 1766, áður en hann varð stúdent, missti hann skólaréttindi vegna barneignar. Fór engu að síður utan með sérstökum vitnisburði frá rektor. Fékk uppreisn og lauk 2. lærdómsprófi (heimspeki) 1767. Kom til Íslands 1768. Eignaðist tvö börn til viðbótar án þess þó að viðurkenna það síðara. Fékk Hjaltastaði síðsumars 1769 og Eiða 15. júlí 1774. Hann drukknaði í Lagarfljóti Var burðarmaður sem föðurfrændur hans, virðist hafa verið vel gefinn, talinn góðlyndur en auðnulítill.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 393-94.

Staðir

Eiðakirkja Prestur 15.07.1774-1780
Hjaltastaðakirkja Prestur 1769-

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.05.2018