Hulda Á. Stefánsdóttir 01.01.1897-25.03.1989

<p>Hulda fæddist þann 1. janúar 1897 á Möðruvöllum í Hörgárdal, dóttir hjónanna Stefáns Stefánssonar kennara og Steinunnar Frímannsdóttur. Hún lauk gagnfræðaprófi á Akureyri árið 1912 og næstu ár stundaði hún tungumálanám og handavinnu þar í bæ. Hún lauk prófi frá húsmæðraskólanum í Vordingborg í Danmörku árið 1916. Þá nam Hulda píanóleik og tónfræði í Tónlistarskóla Matthisson Hansen í Kaupmannahöfn 1916-1917 og var þar við framhaldsnám 1919-1921. Hún var stundakennari í dönsku við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1921-1923 og kenndi einnig píanóleik þessi ár. Frá 1932-1937 var hún skólastjóri kvennaskólans á Blönduósi og aftur árin 1953-1967. Hún var skólastjóri Húsmæðraskóla Reykjavíkur frá stofnun hans árið 1941 og til ársins 1953. Árið 1954 var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og stórriddarakrossi orðunnar árið 1969.</p> <p>Hulda var organleikari Þingeyrakirkju í 15 ár og átti þátt í stofnun kvenfélags Sveinsstaðahrepps árið 1928 og var í stjórn þess í 15 ár. Þá var hún í stjórn Sambands norðlenskra kvenna og formaður þess 1960-1964. Hulda gaf útendurminningar sínar í fjórum bindum og kom síðasta bókin út 1988.</p> <p>Þann 15. júní 1923 giftist Hulda Jóni Sigurði Pálmasyni, bónda á Þingeyrum. Hann lést árið 1976. Hulda og Jón áttu eina dóttur, Guðrúnu, arkitekt í Reykjavík.</p> <p align="right">Andlátsfregn. Morgunblaðið. 29. mars 1989, bls. 4.</p> <p>Sjá nánar: Kennaratal á Íslandi, 1. bindi bls. 298.</p>

Staðir

Þingeyraklausturskirkja Organisti -

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

7 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
18.02.1971 SÁM 91/2386 EF Sagan af rauða pilsinu; samtal um söguna Hulda Á. Stefánsdóttir 13560
18.02.1971 SÁM 91/2386 EF Sagan af Skrat, Skratskratarat … Hulda Á. Stefánsdóttir 13561
18.02.1971 SÁM 91/2387 EF Landsynningur leiður er; samtal um stemmuna á undan og eftir Hulda Á. Stefánsdóttir 13562
18.02.1971 SÁM 91/2387 EF Sagan af Fóu og Fóu feykirófu; um söguna og heimildir að henni Hulda Á. Stefánsdóttir 13563
18.02.1971 SÁM 91/2387 EF Ýmislegt um örnefni tengd Þingeyrum: Dómhringurinn, Skinnastaðarófa og Djöflareitur voru slægjublett Hulda Á. Stefánsdóttir 13564
18.02.1971 SÁM 91/2387 EF Þingeyrar eru að sjálfsögðu merkisstaður og hefur ekki verið hirt um að halda öllu við. Mest sér hún Hulda Á. Stefánsdóttir 13565
18.02.1971 SÁM 91/2387 EF Um söguna af Ásu, Signýju og Helgu Hulda Á. Stefánsdóttir 13566

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014