Hulda Á. Stefánsdóttir 01.01.1897-25.03.1989

Hulda fæddist þann 1. janúar 1897 á Möðruvöllum í Hörgárdal, dóttir hjónanna Stefáns Stefánssonar kennara og Steinunnar Frímannsdóttur. Hún lauk gagnfræðaprófi á Akureyri árið 1912 og næstu ár stundaði hún tungumálanám og handavinnu þar í bæ. Hún lauk prófi frá húsmæðraskólanum í Vordingborg í Danmörku árið 1916. Þá nam Hulda píanóleik og tónfræði í Tónlistarskóla Matthisson Hansen í Kaupmannahöfn 1916-1917 og var þar við framhaldsnám 1919-1921. Hún var stundakennari í dönsku við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1921-1923 og kenndi einnig píanóleik þessi ár. Frá 1932-1937 var hún skólastjóri kvennaskólans á Blönduósi og aftur árin 1953-1967. Hún var skólastjóri Húsmæðraskóla Reykjavíkur frá stofnun hans árið 1941 og til ársins 1953. Árið 1954 var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og stórriddarakrossi orðunnar árið 1969.

Hulda var organleikari Þingeyrakirkju í 15 ár og átti þátt í stofnun kvenfélags Sveinsstaðahrepps árið 1928 og var í stjórn þess í 15 ár. Þá var hún í stjórn Sambands norðlenskra kvenna og formaður þess 1960-1964. Hulda gaf útendurminningar sínar í fjórum bindum og kom síðasta bókin út 1988.

Þann 15. júní 1923 giftist Hulda Jóni Sigurði Pálmasyni, bónda á Þingeyrum. Hann lést árið 1976. Hulda og Jón áttu eina dóttur, Guðrúnu, arkitekt í Reykjavík.

Andlátsfregn. Morgunblaðið. 29. mars 1989, bls. 4.

Sjá nánar: Kennaratal á Íslandi, 1. bindi bls. 298.

Staðir

Þingeyraklausturskirkja Organisti -

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

7 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
18.02.1971 SÁM 91/2386 EF Sagan af rauða pilsinu; samtal um söguna Hulda Á. Stefánsdóttir 13560
18.02.1971 SÁM 91/2386 EF Sagan af Skrat, Skratskratarat … Hulda Á. Stefánsdóttir 13561
18.02.1971 SÁM 91/2387 EF Landsynningur leiður er; samtal um stemmuna á undan og eftir Hulda Á. Stefánsdóttir 13562
18.02.1971 SÁM 91/2387 EF Sagan af Fóu og Fóu feykirófu; um söguna og heimildir að henni Hulda Á. Stefánsdóttir 13563
18.02.1971 SÁM 91/2387 EF Ýmislegt um örnefni tengd Þingeyrum: Dómhringurinn, Skinnastaðarófa og Djöflareitur voru slægjublett Hulda Á. Stefánsdóttir 13564
18.02.1971 SÁM 91/2387 EF Þingeyrar eru að sjálfsögðu merkisstaður og hefur ekki verið hirt um að halda öllu við. Mest sér hún Hulda Á. Stefánsdóttir 13565
18.02.1971 SÁM 91/2387 EF Um söguna af Ásu, Signýju og Helgu Hulda Á. Stefánsdóttir 13566

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014