Ólafur Magnússon (Ólafur Magnússon frá Mosfelli) 01.01.1910-25.02.1991

<p>Ólafur Magnússon fæddist á Mosfelli 1. janúar 1910. Hann ólst upp á tónlistarheimili, þar sem mikið var sungið og leikið á orgel. Hann sótti söngtíma m.a. hjá Pétri Jónssyni óperusöngvara og Sigurði Birkis. Ólafur lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum árið 1927 og vann við bústörf og vegavinnu um árabil. Hann vann m.a. um tíma í Viðey við búskap og verslunarstörf. Ólafur hóf störf við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg árið 1954 þar sem hann starfaði til ársins 1981. Árið 1934 varð hann félagi í Karlakór Reykjavíkur og söng með kórnum í rúm 30 ár. Á efri árum fluttist Ólafur á æskustöðvarnar í Mosfellssveit og söng um árabil með Karlakórnum Stefni í Mosfellssveit. Í tilefni af 75 ára afmæli sínu hélt hann sjálfstæða söngskemmtun í Hlégarði í Mosfellsbæ og um svipað leyti söng hann inn á hljómplötu með aðstoð Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara.</p> <p>&nbsp;</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Búfræðingur og söngvari
Ekki skráð
Ekki skráð

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 29.09.2016