Ólafur Jónsson 27.02.1672-27.09.1707

<p>Prestur. Lærði í Skálholtsskóla og fór í Hafnarháskóla þaðan sem hann lauk guðfræðiprófi. Kom heim 1694 og vígðist kirkjuprestur í Skálholti 16. október 1698. Fékk Stað í Grunnavík 1703 en í millitíðinni var hann settur prestur á Eyri í Skutulsfirði 5. september 1700 en var annars í Skálholti. Andaðist í bólunni miklu. Vel að sér og mun hafa ritað margt en flest af því er týnt.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 60. </p>

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 16.10.1698-1700
Eyrarkirkja Prestur 05.09.1700-1703
Staðarkirkja í Grunnavík Prestur 1703-1707

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.05.2014