Ólafur Jónsson 1684-14.04.1773

<p>Prestur fæddur um 1684. Stúdent frá Skálholtsskóla 1705. Fékk Miðdal 1708. Lenti þar í deilum við ýmsa enda þótti hann drykkfelldur og óeirinn. Hann lenti í átökum við mann og spunnust af því málaferli og bannaði biskup honum að sinna prestsþjónustu 1736 og 37 en hann skirrðist við og fór sínu fram. Sagði af sér embætti 1748. Hann missti styrk til uppgjafarpresta vegna svakalegrar framkomu sinnar í kirkju að Mosfelli 1768.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 61.</p>

Staðir

Miðdalskirkja Prestur 1708-1748

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.11.2017