Snorri Björnsson 03.10.1710-15.07.1803

<p>Prestur og skáld. Stúdent frá Skálholtsskóla 1733. Fékk Stað í Aðalvík 27. apríl 1741 og Húsafell 3, maí 1757 og sagði þar af sér prestskap 29. október 1796. Settur prófastur í Borgarfirði 17. mars 1783. Í skýrslum Harboe fær hann góðan vitnisburð enda var hann skarpur maður, vel gefinn og minnugur, reglubundinn og starfsmaður mikill. Hann var kraftamenni mikið og orti mjög mikið og skrifaði.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 300-301. </p>

Staðir

Staðarkirkja í Aðalvík Prestur 27.04.1741-1757
Húsafellskirkja Prestur 03.05.1757-1796

Erindi


Prestur , prófastur og skáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.08.2015