<p>Franz var fæddur að Siglunesi. Foreldrar hans voru Guðný Björnsdóttir bónda að Hvanndölum Skúlasonar og Jónatan Jónatansson Jónssonar Þorlákssonar prests að Bægisá.</p>
<p>Vorið 1874 fluttist hann með foreldrum sínum að Bæ á Höfðaströnd og síðar að Mannskaðahóll í sömu sveit. Franz ólst upp á heimili foreldra sinna og vandist þar vinnu bæði á sjó og landi.</p>
<p>Á þeim tíma var unglingum lítill tími gefinn til bókalesturs og náms, en þó hlaut Franz sæmilegan undirbúning undir fermingu. Þótti hann námfús og kappsamur við námið. Vakti nokkra athygli á sér þá strax. Síðar naut hann tilsagnar hjá Helga Guðmundssyni fyrrv. héraðslækni í Siglufirða í íslenzku, reikningi og dönsku, einn vetrarpart. Minntist hann oft þeirra stunda með Helga, og kvaðst alltaf búa að því námi þó stutt væri.</p>
<p>Að tilhlutan sóknarprestsins og annarra góðra manna lærði Franz á orgel hjá Hallgrími Þorsteinssyni þáverandi organista á Sauðárkróki. Námstíminn var fremur stuttur, nokkrir mánuðir. Hefði það þótt lítið nú til dags. En sama var, þetta dugði í þá daga.</p>
<p>Franz var síðar, eftir þetta nám, barnakennari í ytri hluta Hofshrepps og síðar í Fehshreppi, kenndi þess utan unglingum heima. Stundaði hann það starf prýðilega og þótti ágætur barnafræðari.</p>
<p>Jafnhhða varð hann organisti í Hofs- og Fellsóknum og rækti það starf með ágætum.</p>
<p>Var hann við bæði þessi störf í fjölda mörg ár.</p>
<p>Árið 1896 kvæntist Frans eftirlifandi konu sinni Jóhönnu Gunnarsdóttur bónda á Vatni, myndarlegri og dugmikilli konu. Þau byggðu sér bæ í Kotum við Höfðavatn er þau nefndu Garðhús og bjuggu þar all lengi.</p>
<p>Aðallífstörf Franz var þá útgerð. Hann átti stóran árabát og hélt út frá Bæjarklettum. Var á vorin við fuglaveiðar í Drangey, en réri til fiskjar sumar og haust. Vetrarstarfið var svo aftur bamafræðslan...</p>
<p align="right">Framhald í minningargren í Siglfirðingi 4. desember 1959, bls. 4.</p>
<p>Sjá einnig Kennaratal á Íslandi 1. bindi, bls. 139.</p>
Staðir
Skjöl
Tengt efni á öðrum vefjum