Franz Jónatansson 24.08.1873-11.11.1958

Franz var fæddur að Siglunesi. Foreldrar hans voru Guðný Björnsdóttir bónda að Hvanndölum Skúlasonar og Jónatan Jónatansson Jónssonar Þorlákssonar prests að Bægisá.

Vorið 1874 fluttist hann með foreldrum sínum að Bæ á Höfðaströnd og síðar að Mannskaðahóll í sömu sveit. Franz ólst upp á heimili foreldra sinna og vandist þar vinnu bæði á sjó og landi.

Á þeim tíma var unglingum lítill tími gefinn til bókalesturs og náms, en þó hlaut Franz sæmilegan undirbúning undir fermingu. Þótti hann námfús og kappsamur við námið. Vakti nokkra athygli á sér þá strax. Síðar naut hann tilsagnar hjá Helga Guðmundssyni fyrrv. héraðslækni í Siglufirða í íslenzku, reikningi og dönsku, einn vetrarpart. Minntist hann oft þeirra stunda með Helga, og kvaðst alltaf búa að því námi þó stutt væri.

Að tilhlutan sóknarprestsins og annarra góðra manna lærði Franz á orgel hjá Hallgrími Þorsteinssyni þáverandi organista á Sauðárkróki. Námstíminn var fremur stuttur, nokkrir mánuðir. Hefði það þótt lítið nú til dags. En sama var, þetta dugði í þá daga.

Franz var síðar, eftir þetta nám, barnakennari í ytri hluta Hofshrepps og síðar í Fehshreppi, kenndi þess utan unglingum heima. Stundaði hann það starf prýðilega og þótti ágætur barnafræðari.

Jafnhhða varð hann organisti í Hofs- og Fellsóknum og rækti það starf með ágætum.

Var hann við bæði þessi störf í fjölda mörg ár.

Árið 1896 kvæntist Frans eftirlifandi konu sinni Jóhönnu Gunnarsdóttur bónda á Vatni, myndarlegri og dugmikilli konu. Þau byggðu sér bæ í Kotum við Höfðavatn er þau nefndu Garðhús og bjuggu þar all lengi.

Aðallífstörf Franz var þá útgerð. Hann átti stóran árabát og hélt út frá Bæjarklettum. Var á vorin við fuglaveiðar í Drangey, en réri til fiskjar sumar og haust. Vetrarstarfið var svo aftur bamafræðslan...

Framhald í minningargren í Siglfirðingi 4. desember 1959, bls. 4.

Sjá einnig Kennaratal á Íslandi 1. bindi, bls. 139.

Staðir

Hofskirkja Organisti -
Fellskirkja Organisti -

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014