Þórarinn Sigfússon 25.03.1758-12.04.1814

Prestur. Stúdent 1779 frá Hólaskóla. Vígðist aðstoðarprestur föður síns að Felli í Sléttuhlíð 1. júní 1783 og fékk Grímsey 20. maí sama ár og verður því ekki séð að hann hafi þjónað á Felli en vegna þess hvernig skráningar eru, fær hann að njóta vafans, a.m.k. um sinn. Yfirgaf Grímsey 1787 enda missti hann þá rétt til prestskapar vegna barneignar. Gerðist aðstoðarprestur föður síns á Felli í Sléttuhlíð 1793, fékk Hvanneyri 7. mars 1795 og Tjörn í Svarfaðardal 29, apríl 1807 og hélt til dauðadags. Þótti daufur ræðumaður og enginn raddmaður, gæflyndur og nokkuð hagmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 77.

Staðir

Fellskirkja Aukaprestur 01.06.1783-1783
Miðgarðakirkja Prestur 20.05.1783-1787
Fellskirkja Aukaprestur 1793-1795
Hvanneyri Prestur 07.03.1795-1807
Tjarnarkirkja Prestur 29.04.1807-1814

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.08.2017