Margrét Grétarsdóttir 28.05.1974-

<p>Margrét Grétarsdóttir lærði söng hjá Elínu Ósk Óskarsdóttur við Söngskólann í Reykjavík og sótti síðar einkatíma hjá henni. Hún stundaði nám um skeið hjá Franco Castellana á Ítalíu og hefur sótt námskeið, meðal annars hjá Galina Pisarenko, Anton Steingruber, Robin Stapleton og Catherine Sadolin. Árið 2008 lauk hún eins árs diplomanámi hjá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn.</p> <p>Í lok árs 2007 vann hún önnur verðlaun í hinni þekktu söngvarakeppni Barry Alexander International Vocal Competition í New York borg. Margrét hefur víða komið fram sem einsöngvari, með kórum og í óperuhlutverkum, meðal annars sem ein brúðarmærin í Galdraskyttunni eftir Carl Von Weber, í Suor Angelica eftir Puccini og Cavalleria Rusticana eftir Mascagni. Af trúarlegri tónlist hefur hún meðal annars sungið einsöngsverkin í Beatus Vir og Gloria eftir Vivaldi, Requiem eftir Fauré og Messu í G-dúr eftir Schubert. Ásamt starfi sínu sem söngkona kennir Margrét söng og leik hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 10. ágúst 2010.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.10.2013