Stefán Einarsson 1698-01.11.1754

Prestur. Varð stúdent frá Hólaskóla 1719 eða 20. Varð djákni á Möðruvöllum 30. apríl 1721 og djákni að Munkaþverá 1726 og fékk það prestakall 1730, missti embættið vegna of bráðrar barneignar með konu sinni. Fékk uppreisn 1744 og fékk aðstoðarprestsstarf á Grund í Eyjafirði, fékk Laufás 3. mars 1738 og hélt til æviloka. Harboe lofar hann mikið og vildi fá hann biskup á Hólum en Stefán skoraðist tvívegis undan. Varð prófastur í Þingeyjarþingi frá 1748 til æviloka. Skipaður officialis í veikindum biskups. Talinn manna ófríðastur en gáfumaður mikill og með lærðustu mönnum á sinni tíð, merkur maður, hógvær og lítillátur. Samdi reikningsbók á íslensku. Hagmæltur og dálítið hefur varðveist af verkum hans.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 316-17.

Staðir

Munkaþverárkirkja Prestur 20.08.1730-
Grundarkirkja Aukaprestur 1734-03.03.1738
Laufáskirkja Prestur 03.03.1738-01.11.1754

Erindi


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 25.08.2017