Ketill Larsen (Ketill Ágúst Kierulf Larsen) 01.09.1934-26.04.2018

<p>Ketill stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri á árunum 1960-62, Leiklistarskóla Ævars Kvaran árin 1962- 64 og útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1967. Hann sótti einnig tíma í söng og myndlist.</p> <p>Ketill vann á býli móður sinnar, Engi við Vesturlandsveg, 1952-1960. Hann var starfsmaður Æskulýðs- og tómstundaráðs Reykjavíkur á Fríkirkjuvegi 11 frá árinu 1963 og þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Hann stofnaði þar unglingaklúbba og fór með barnahópa í Saltvík á Kjalarnesi og í Víðidal á sumrin. Hann var einnig umsjónarmaður hússins á Fríkirkjuvegi 11 og gætti þess af mikilli samviskusemi. Hann starfaði í leikflokki Litla sviðsins í Þjóðleikhúsinu 1967-1968 og í Leiksmiðjunni 1968-1969. Hann lék ýmis hlutverk í Þjóðleikhúsinu frá 1969, m.a. í sýningunni Inuk, sem sýnd var í 19 löndum á árunum 1974-78. Ketill var þekktur skemmtikraftur fyrir börn, lék jólasveininn Askasleiki og stjórnaði jólasveinaskemmtunum á Austurvelli frá árinu 1969. Hann skapaði persónuna Tóta trúð og lék fyrir börn. Hann málaði í frístundum og hélt yfir 40 málverkasýningar frá 1970-2017.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 14. maí 2018</p>

Viðtöl

Skjöl


Leikari og skemmtikraftur

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 5.07.2018