Michael Jón Clarke 06.08.1949-

Michael Jón Clarkehefur starfað á Akureyri um 35 ára skeið [frá 1971] sem fiðlu- og söngkennari, kór- og hljómsveitarstjóri. Hann stundaði fiðlu- og söngnám til graduate prófs við Trinity tónlistarháskólann í London og framhaldsnám við háskólann í Suður-Illinois í Bandaríkjunum. Árið 1990 stundaði hann söngnám við Royal Northern College of Music hjá Ryland Davies og lauk Postgraduate prófi úr óperudeild skólans 1991.

Michael var fyrsti kennari á Íslandi til að innleiða Suzuki kennslu sem hann lærði hjá John Kendall í Southern Illinois University í Bandaríkjunum. Michael hefur verið fenginn til að kenna á fjöldamörgum námskeiðum í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi.

Michael söng aðalhlutverk í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Carmína Burana, hefur sungið fjöldamörg önnur óperuhlutverk. Hann frumflutti verk Ólivers Kentish „Mitt fólk“ með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói undir stjórn Osmo Vänska.

Michael söng baritón einsöngshlutverk í sálumessu Durufflé með Mótettukór Hallgrímskirkju sem var flutt víðsvegar í Evrópu og gefið svo út á geisladisk af Thorofon.

Michael hefur verið einsöngvari hjá fjöldamörgum kórum, haldið einsöngstónleika víða hér heima og erlendis, sungið inn á marga diska. Hann hefur stjórnað fjölda kóra og var listamaður Akureyrar 1997.

Af vef Akureyrarkirkju (ódagsett)

Staðir

Tónlistarskólinn á Akureyri Tónlistarkennari -
Háskólinn á Akureyri Háskólakennari -
Háskólinn í Suður-Illinois - Edwardsville Háskólanemi -
Trinity tónlistarháskólann í London Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.01.2016