Hannes Flosason 12.03.1931-06.11.2010

Hannes ólst upp hjá foreldrum sínum á Hörðubóli. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti og síðar við Menntaskólann við Reykjavík og Iðnskólann í Reykjavík og lauk námi í tréskurði. Hannes stundaði nám í fiðluleik og söng við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk einnig tónmenntakennaraprófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík. Hann gerðist tónmenntakennari við Breiðagerðisskóla í Reykjavík árið 1958 og kenndi fjölda barna á hljóðfæri, auk þess að stjórna kór og hljómsveit í skólanum þar til að hann árið 1974 varð skólastjóri nýstofnaðs Tónlistarskóla Seltjarnarness. Hannes gegndi því starfi þar til 1986 þegar hann varð tónmenntakennari í Hlíðaskóla í nokkur ár.

Auk þess að kenna tónlist, stofnaði Hannes árið 1972 Skurðlistarskóla Hannesar Flosasonar þar sem hann kenndi tréskurð alla tíð síðan. Hann þróaði kennslukerfi í þessu gamla íslenska listhandverki og hefur mikill fjöldi nemenda tekið þátt í námskeiðum hans undanfarna áratugi.

Minningar. Morgunblðið. 16. nóvember 2010, bls. 22.

Staðir

Tónlistarskólinn á Seltjarnarnesi Skólastjóri 1974-1985

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.02.2015