Jón Heimir Sigurbjörnsson 31.10.1946-

Foreldrar: Sigurbjörn Frímannsson, verkamaður á Siglufirði, f. 26. apríl 1917 í Fljótum, Skagafirði, og kona hans Ragnheiður Pálína Jónsdóttir, f. 5. des. 1919 á Siglu­firði, d. 21. nóv. 1998

Námsferill: Gekk í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar 1959-1961; stundaði nám hjá Sigursveini D. Kristinssyni við Tónlistar­skóla Siglufjarðar 1959-1961 og hjá Averil Williams við Tónlistarskólann í Reykjavík 1962-1965; stundaði nám við Guildhall School of Music and Drama í London, Eng­landi hjá Geoffrey Gilbert og Douglas Wluttier 1965-1968.

Starfsferill: Var flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1968-2000; í Kammersveit Reykjavíkur frá stofnun 1975-1985 og var félagi í Blásarakvintett Tónlistarskólans í Reykjavík; kennari við Tónlistar­skólann í Reykjavík 1968-1976 og var auk þess kennari við tónlistar­skólana í Kópavogi og Garðabæ, Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, hjá Barnaskólum Reykjavíkur og Laugarnes-, Árbæjar- og Breiðholts­skóla.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 210. Sögusteinn 2000.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kammersveit Reykjavíkur Flautuleikari 1974

Flautukennari og flautuleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.09.2015