Vilborg Jónsdóttir 27.05.1964-22.11.2019

<p>Vilborg Jónsdóttir fékk fyrstu tónlistartilsögn sína árið 1973 hjá Páli P. Pálssyni í Barnalúðrasveit Reykjavíkur. Þaðan lá leiðin í Lúðrasveitina Svan og síðan Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún stundaði nám á básúnu og bariton hjá Birni R. Einarssyni og Oddi Björnssyni. Sem aukahljóðfæri nam Vilborg túbuleik. Hún lauk kennarprófi við blásarakennardeild skólans 1988; eftir útskriftina sótti hún til viðbótar tíma í hornleik hjá Josef Ognibene í eitt ár. Að því loknu sat Vilborg í Kennaraháskóla Íslands við nám til almennra kennararéttinda og lauk þaðan B.ed. gráðu árið 1991 með tónmennt sem valgrein. Vilborg öðlaðist prófdómararéttindi Prófanefndar tónlistarskóla árið 2004. Á starfssviði sínu hefur Vilborg sótt endurmenntun og símenntun með reglulegu millibili, t.d. stjórnendanámskeið Evrópusamtaka tónlistarskóla árið 2010 (EMU Seminar for music school directors - European Leadarship Training).</p> <p>Vilborg hóf þegar árið 1984 kennslu meðfram námi sínu og hefur allar götur síðan kennt málmblásaranemum, lengst við Tónmenntaskóla Reykjavíkur en einnig í Skólahljómsveit Laugarnesskóla og Tónskóla Sigursveins. Stjórnun blásarasveita hefur fylgt þessum störfum, þar af sem aðalstjórnandi blásarasveitar Tónskóla Sigursveins frá 2001. Eftir námið í Kennaraháskólanum sá Vilborg um tónlistartíma leikskólans Álfaberg í 2 ár og var umsjónarkennari við Kársnesskóla 1999 til 2004. Frá unga aldri hefur Vilborg verið lausamaður í margs konar hljóðfærahópum – frá kammerverkum og stórsveitatónlist til sviðs- og sinfóníuverka. Vilborg hefur verið skólastjóri og stjórnandi Skólahljómsveitar Austurbæjar síðan 2004.</p> <p>Félagsstörf Vilborgar innan starfsgreinar sinnar hafa um langt árabil verið umtalsverð. Formannsstöðu hjá Lúðrasveitinni Svaninum gegndi hún árin 1994-2000, hjá SÍL (Sambandi íslenskra lúðrasveita) árin 1998-2006 og hjá SÍSL (Samtökum ísl. skólalúðrasveita) árið 2012. Við gerð aðalnámskrár tónlistarskóla var Vilborg hópstjóri fyrir hljóðfærin túbu, barítónhorn og althorn og hún hefur verið fulltrúi Íslands í NoMU (Nordisk Musik Union) síðan 1998.</p> <p align="right">Vefur Skólahljómsveita Reykjavíkur (desember 2013).</p>

Staðir

Skólastjóri 2004-2019
Stjórnandi 2004-2019
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1988
Kennaraháskóli Íslands Kennararnemi 1989-1991
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarkennari -
Tónskóli Sigursveins Tónlistarkennari -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveitin Svanur Hljóðfæraleikari
Skólahljómsveit Austurbæjar Stjórnandi 2004 2019

Tengt efni á öðrum vefjum

Blásarakennari , kennararnemi , kennari , skólastjóri , stjórnandi , tónlistarkennari , tónlistarnemandi og tónmenntakennari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.11.2019