Ásbjörg Jónsdóttir 25.12.1988-

Ásbjörg Jónsdóttir er tónskáld, píanóleikari og söngkona. Hún lauk BA gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og MA gráðu frá sama skóla árið 2018. Ásbjörg stjórnar barnakór í Guðríðarkirkju og kennir hljómfræði og píanóleik við Listaskóla Mosfellsbæjar. Tónlist Ásbjargar hefur meðal annars verið flutt af Caput, Hljómeyki, Duo Harpverk, Elektra Ensemble, Dómkórnum í Reykjavík og IMPRU. Þá hafa verk hennar verið flutt á Myrkum músíkdögum þrisvar sinnum; af Duo Harpverk árið 2012, af Foot in the Door (kammersveit frá Hartt School sem sérhæfir sig í flutningi nýrrar tónlistar) 2015 og af Heiðu Árnadóttur 2019. Ásbjörg hefur einnig tekið að sér önnur verkefni í tónlist svo sem upptökur, útsetningar og rannsóknir. Ásbjörg vinnur um þessar mundir að rannsókn um jazz á Íslandi í samstarfi við Þorbjörgu Daphne Hall og Oxford University Press en það hefur verið styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna, FÍH og LHÍ. Niðurstöður rannsóknarinnar munu birtast í köflum í bókum Oxford University Press um jazz í Evrópu. Ásbjörg gaf nýverið út bók með 12 nýjum sönglögum fyrir börn sem heitir Endalaus gleði – syngjum saman. Nánari upplýsingar um bókina er að finna inni á heimasíðunni tonafondur.com.

Af vefnum operudagar.is - February 2020

- - - - -

Ásbjörg Jónsdóttir (1988- ) is a composer, pianist and jazz vocalist. She received her BA in composition from the Iceland Academy of the Arts in 2014 and her MA in composition from the same institution in 2018. Jónsdóttir is engaged with various musical activities. In addition to her composition career, she conducts a children's choir and teaches music theory. Her music has been performed by established groups and performers, such as; Duo Harpverk, Elektra Ensemble, Dómkórinn í Reykjavík (Reykjavík Cathedral Choir), Caput, Hljómeyki and Heiða Árnadóttir. She has had her music performed at Dark Music Days Festival in Iceland three times; by Duo Harpverk in 2012, by the Foot in the Door ensemble from The Hartt School (University of Hartford) in 2015 and by Heiða Árnadóttir in 2019. Jónsdóttir has also worked on other musical projects such as recordings, arrangements and musical research. In the summer of 2013 she undertook a research project on the music of Þorkell Sigurbjörnsson, funded by the Icelandic Student Innovation Fund. She is currently working on a research project about jazz in Iceland in collaboration with Þorbjörg Daphne Hall. The project has been funded by the Icelandic Student Innovation Fund, FÍH and the Iceland Academy of the Arts and chapters written by Jónsdóttir and Hall will be published by Oxford University press in the Oxford History of Jazz in Europe. Jónsdóttir published a book with 12 new songs for children's choir in April 2019.

From Jónsdóttir's Web-page - February 2020

Staðir

Listaháskóli Íslands Háskólanemi -2018

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, píanóleikari, söngkona og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.02.2020