Björn Thomas Valgeirsson 14.09.1933-19.09.2011

Foreldrar Björns Thomasar voru Valgeir Björnsson (1894–1983) og Eva Björnsson (1898–1984. Eftirlifandi eiginkona Björns er Stefanía Stefánsdóttir (f. 1935).

Björn ólst upp í foreldrahúsum á Laufásvegi 67 í Reykjavík, og flutti þangað aftur fyrir 20 árum með eiginkonu sinni. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955. Nam arkitektúr í NTH í Þrándheimi í Noregi og vann einnig þar. Hann vann hjá Teiknistofu Húsameistara Reykjavíkur 1964-1973 og Teiknistofu Borgarspítala 1973-81. Síðustu starfsárin vann hann hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur.

Af vefnum gardur.is 21. október 2013.

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Arkitekt

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.10.2020