Björn Thomas Valgeirsson 14.09.1933-19.09.2011

Foreldrar Björns Thomasar voru hjónin Valgeir Björnsson, f. 9. sept. 1894, d. 16. júní 1983, og Eva Björnsson, f. Borgen í Christiania (Osló), Noregi 12. júlí 1898, d. 3. júní 1984. Systkini hans eru: Dagný, f. 31. jan. 1924, d. 22. jan 2010; Björg, f. 12. maí 1925; Hallvarður, f. 11. nóv. 1926, d. 24. ágúst 1991.

Eftirlifandi eiginkona Björns er Stefanía Stefánsdóttir, f. 26. jan. 1935. Foreldrar hennar voru Hildur Emilía Pálsson, f. 10. sept. 1912, d. 19. des. 2006, og Stefán Andreas Pálsson, f. 2. feb. 1901, d. 21. des. 1989.

Börn þeirra eru: 1) Hildur, f. 11. okt. 1960, kennari og myndlistarkona, maki Ásgeir Bragason, f. 16. júní 1959, geðlæknir. Börn: a) Hans Óttar, f. 1980, maki Lisa Skarelius, f. 1979, dóttir þeirra Iris, f. 2008, b) Björn Bragi, f. 1985, maki Christine Haff, f. 1986, c) Hulda, f. 1988. 2) Dagný, f. 28. okt. 1961, flugfreyja, maki Skúli Gunnarsson, f. 22. feb. 1961, heimilislæknir. Börn: a) Gunnar, f. 1986, b) Unnur, f. 1988, c) Hildur, f. 1991, c) Stefán Björn, f. 2003. 3) Valgerður Helga, f. 29. maí 1970, leikskólakennari og félagsliði, maki Jón Hafberg Björnsson, f. 1. mars 1965, byggingatæknifræðingur. Börn: a) Björn Emil, f. 1992, b) Eva María, f. 1999.

Björn ólst upp í foreldrahúsum á Laufásvegi 67 í Reykjavík, og flutti þangað aftur fyrir 20 árum með eiginkonu sinni. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955. Nam arkitektúr í NTH í Þrándheimi í Noregi og vann einnig þar. Hann vann hjá Teiknistofu Húsameistara Reykjavíkur 1964-73 og Teiknistofu Borgarspítala 1973-81. Síðustu starfsárin vann hann hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur.

Af vefnum gardur.is 21. október 2013.

Skjöl


Arkitekt

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.11.2013