Guðmundur Steingrímsson (Guðmundur Steingrímur Steingrímsson, Papa Jazz) 19.10.1929-16.04.2021

<p>Guðmundur „Papa jazz“ Steingrímsson hefur fengist við tónlistarflutning í um 70 ár. Hann var á unglingsaldri þegar hann kom fyrst fram með hafnfirsku hljómsveitinni Ungum piltum. Stuttu seinna vakti hann athygli þegar hann starfaði með sveitunga sínum Gunnari Ormslev saxófónleikara. Hann varð landskunnur sem trommari í K.K. sextettinum. Síðar gekk hann til liðs við Hljómsveit Hauks Mortens og Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, sem voru meðal vinsælustu hljómsveita landsins á sínum tíma. Seinni hluta ævinnar hefur hann mest fengist við jazztónlist og átt stóran þátt í þeirri miklu jazzvakningu sem gengið hefur yfir landið frá árinu 1975. Fyrir bragðið hefur hann stundum verið kallaður „Papa Jazz“ meðal samstarfsmanna og jazzunnenda.</p> <p>Meðal þeirra sem Guðmundur hefur leikið með síðustu áratugina eru Tríó Guðmundar Ingólfssonar, Jazzmiðlar, Tríó Björns Thoroddsen og fjöldi annarra jazzsveita. Hann hefur gjarnan veitt ungu tónlistarfólki brautargengi og aðstoðað það við að kynnast töfrum sveiflunnar. Þrátt fyrir mikil afköst á löngum ferli hefur Guðmundur ekki gefið neitt út í eigin nafni. Hann hefur jafnan kosið að falla inn í hópinn og vera í skugga annarra tónlistarmanna, þó svo að flestir séu sammála um að hann hafi jafnan verið fremstur meðal jafningja.</p> <h4>Helstu hljóðritanir:</h4> <ul> <li>K.K. sextet og Ragnar Bjarnason - Óli rokkari, Vor við sæinn og fleiri lög (H.S.H. 1957)</li> <li>Skapti Ólafsson - Allt á floti og fleiri lög (Íslenskir Tónar 1958)</li> <li>Samstæður (Reykjavik Art Festival 1970 / Jazzvakning 1980)</li> <li>Viðar Alfreðsson - Spilar og spilar (Skífan 1980)</li> <li>Guðmundur Ingólfsson - Nafnakall (SG 1982)</li> <li>Haukur Mortens - Melódíur minninganna (Faxafón 1985)</li> <li>Guðmundur Ingólfsson - Þjóðlegur fróðleikur (Fálkinn 1987)</li> <li>Björk Guðmyndssdóttir & Tríó Guðmundar Ingólfssonar - Gling gló (Smekkleysa 1990)</li> <li>Tríó Björns Thoroddsen - Við gengum svo léttir (Skífan 1993)</li> <li>K.K sextett - Gullárin (Steinar 1892 / Tónaflóð 1998)</li> <li>Ljóð & Jazz - Októberlauf (Smekkleysa 2000)</li> </ul> <p align="right">Texti og hljóðritaupplýsingar fylgdu diskinum <i>Guðmundur og Steingrímur: In the Sving og the Night</i> (Músik 2006).</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
GO kvintett Trommuleikari 1946 1947
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar Trommuleikari 1948-11-01 1949-03-01
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar Trommuleikari 1949-12-16 1950
Hljómsveit Hauks Morthens Trommuleikari 1962-01-01 1963/1964
Hljómsveit Hauks Morthens Trommuleikari 1971/1972
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar Trommuleikari 1989
Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar Trommuleikari 1949
KK-sextett Trommuleikari 1952 1951-12-31
Ljósin í Bænum Slagverkskennari 1978 1979
Tríó Björns Thoroddsen Trommuleikari

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Trommuleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.04.2021