Jón Bjarnason 11.10.1823-11.05.1905

<p>Stúdent 1850, próf úr prestaskóla 1852. Fékk Meðallandsþing 17. júní 1854 og bjó í Efri-Ey. Fékk Stóra-Dal 25. febrúar 1862, fékk Prestbakka í Hrútafirði 18. mars 1867 en missti þar prestskap vegna barneignarbrots 1869. Fékk uppreisn æru 1871 og Ögurþing 21. júlí sama ár, fékk svo Skarðsþing 27. mars 1873, þjónaði einnig Staðarfellssókn frá 1882-1890. Fékk lausn frá prestskap 26. maí 1891. Þótti góður ræðumaður en enginn raddmaður, gáfumaður og vel að sér einkum í latínu og stærðfræði. Skáldmæltur en bjó við fátækt og varð einrænn.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ III bindi, bls. 70. </p>

Staðir

Langholtskirkja í Meðallandi Prestur 17.06.1854-1862
Stóra-Dalskirkja Prestur 24.02.1862-1867
Prestbakkakirkja Prestur 18.03.1867-1869
Ögurkirkja Prestur 21.07.1871-1873
Skarðskirkja Prestur 27.03.1873-1891
Staðarfellskirkja Prestur 1882-1890

Prestur
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.11.2018