Jón Þorsteinsson 11.10.1951-

<p>Jón hóf söngnám í Osló árið 1974 hjá óperusöngkonunni Marit Isene, sem þá var einn virtasti söngkennari Norðmanna, en hélt síðan námi sínu áfram við Den Norske Musikhøgskole. Eftir þriggja ára dvöl í Osló hélt Jón til Árósa í Danmörku og nam þar söng næstu þrjú ár við Det Jyske Musikkonservatorium. Síðan lá leiðin til Modena á Ítalíu þar sem hann stundaði nám hjá hinum heimsfræga söngkennara, Arrigo Pola.</p> <p>Um tveggja ára skeið söng Jón, fyrstur Íslendinga, í óperukór Wagner-hátíðaleikanna í Bayreuth í Þýskalandi, en árið 1980 urðu þáttaskil á söngferli hans þegar hann fluttist til Hollands og réðst til Ríkisóperunnar í Amsterdam þar sem hann starfaði samfleytt í rúman áratug og söng yfir fimmtíu einsöngshlutverk. Auk þess hefur Jón sungið á óperusviði og í tónleikasal í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Á liðnum árum hefur hann einnig sungið með Pólýfónkórnum og fleiri íslenskum kórum, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku hljómsveitinni og í Íslensku óperunni. Einnig hefur hann stundað söngkennslu um árabil á Íslandi og í Hollandi.</p> <p>Árið 1981 vann Jón Þorsteinsson fyrstu verðlaun í kirkjutónlistarkeppni Konunglega kirkjutónlistarsambandsins í Hollandi og á liðnum árum hefur hann einkum getið sér frægðarorð á meginlandi Evrópu fyrir snjalla túlkun sína á sígildri kirkjutónlist og nútímatónlist.</p> <p align="right">Tónlist.is (5. mars 2014).</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkennari og söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.03.2014