Pamela De Sensi ( Pamela de Sensi Kristbjargardóttir) 26.10.1975-

<p>Pamela De Sensi lauk einleikaraprófi á flautu frá Conservatorio di Musica L. Perosi undir handleiðslu Matthias Ziegler í Campobasso á Ítalíu og tók meistarapróf í kammertónlist frá Conservatorio di Musica S. Cecilia í Róm árið 2003. Hún hefur einnig sótt tíma hjá kunnum flautuleikurum á borð við C. Klemm, M. Ziegler, F. Reengli, T. Wye og M. Larrieu. Pamela hefur tekið þátt í mörgum keppnum sem einleikari og ætíð vermt efstu sætin. Hún hefur leikið á fjölmörgum tónleikum, bæði sem einleikari og í kammertónlist, á Ítalíu − heimalandi sínu − og víða í vestur Evrópu, Rússlandi, Bandaríkjunum og Mexíkó.</p> <p>Pamela flutti til Íslands 2008 og hefur síðan tekið afar virkan þátt í íslensku tónlistarlífi sem kennari og flautuleikari. Hún er meðal annars stofnandi tónleikaraðarinnar Töfrahurð fyrir börn, hefur samið tónlistarævintýri og tekið þátt í útgáfu bóka um tónlist fyrir börn.</p> <p>- - - - -</p> <p>Born in Italy, flutist Pamela De Sensi studied at the Conservatorio di Musica L. Perosi in Campobasso and Conservatorio di Musica S. Cecilia in Rome, where she completed her master's degree in chamber music in 2003. She has participated in many festivals and music competitions, performed as a soloist and with chamber ensembles in her home country, as well as in Mexico, Kazakstan, France, Spain, United States, Finland, Faroe Islands and Iceland.</p> <p>Pamela's passion for music and musical education continued when she settled in Iceland in 2008 and, besides performing and teaching, she is involved in organizing various musical events. She is the founder of the musical series Töfrahurđ (Magic door) for children, with numerous events in Reykjavík, and the yearly summer festival for children in Kópavogur, Dark Days. She is the author of books aimed at introducing classical music to children.</p> <p align="right">Úr tónleikaskrá Sumartónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 21. júlí 2015.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Flautuleikari , tónlistarkennari og tónlistarmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.07.2015