Högni Egilsson 03.10.1985-

<p>Högni Egilsson hóf nám í fiðluleik hjá Lilju Hjaltadóttur aðeins fimm ára og stundaði það fram að unglingsárum. Þá nam hann tónlist hjá Þorgerði Ingólfsdóttur og söng með Hamrahlíðarkórnum undir hennar stjórn. Samhliða þessu og íslenskunámi hjá Steingrími Þórðarsyni í Menntaskólanum við Hamrahlíð spilaði Högni körfubolta með Val undir handleiðslu Ágústs Björgvinssonar. Að loknu stúdentsprófi gekk Högni í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Árin 2006 til 2008 lagði hann stund á tónsmíðar við í Listaháskóla Íslands, m.a. hjá Atla Ingólfssyni, Kjartani Ólafssyni og Hróðmari Inga Sigurbjörnssyni.</p> <p>Á seinni árum hefur Högni komið víða við. Hann er aðallagahöfundur og söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín og hefur komið fram með henni á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu sem og hér heima, m.a. á rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, hér á Ísafirði.</p> <p>Högni Egilsson var eitt þriggja nýrra tónskálda sem hlutskörpust urðu í samkeppni tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, Ísafoldar kammersveitar og Rásar 1.</p> <p align="right">Af vef tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2009.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hjaltalín Söngvari og Hljóðfæraleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Hljóðfæraleikari og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.09.2015