Lýður Magnússon 1659-23.08.1746

<p>Prestur. Stúdent 1679 frá Skálholtsskóla. Var fyrstu tvö árin í Odda og síðar í þjónustu prests að Skarði hvar hann missti prestsskaparréttindi vegna tveggja barn eignabrota. Fékk uppreisn 1688 og fékk Brjánslæk um 1691 en missti þar prestskap vegna barneignar 1695, fékk uppreisn1699 og settur prestur í Skarðsþingum 8. júlí 1699 og hélt til æviloka. Hann var talinn hygginn maður og mjög hagsýnn en þótti ekki málsnjall.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 401-402. </p>

Staðir

Brjánslækjarkirkja Prestur -1695
Skarðskirkja Prestur ö8.ö7.1699-1746

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 24.04.2015